Síðastliðið haust kom inn á samráðsgátt stjórnvalda tillaga frá dómsmálaráðherra sem myndi opna á sölu áfengis yfir vefinn á Íslandi fyrir innlend fyrirtæki. Eins og staðan er, er sala yfir vefinn vissulega leyfileg, en einvörðungu ef söluaðilinn er utan Íslands. Þetta skekkir samkeppnisstöðu íslenskra brugghúsa og gerir íslendingum sem kjósa að versla á þennan hátt ómögulegt að nálgast innlenda vöru á jafn auðveldan og þægilegan hátt og ella væri hægt. Bjórland styður augljóslega þessa ágætu tillögu.
Bjórland er í nokkuð einstakri stöðu, en við erum með nær öll íslensku handverksbrugghúsin á bak við okkur og getum boðið upp á vörur frá þeim á auðveldan og hagstæðan hátt. Þannig gæti Bjórland selt kaupendum kippu frá einum framleiðanda og aðra frá þeim næsta, rétt eins og vínbúð með íslenskar vörum væri heima í stofu.
Bjorland.is er nú þegar komið í loftið og við seljum áfengi til aðila með áfengisleyfi nú þegar. En við erum tilbúin að hefja sölu til einstaklinga um leið og það býðst.
Núna væri rétti tíminn til að keyra slíka tillögu í gegn, enda er full ástæða til að auka getu fólks til að fá vörur sendar heim að dyrum.