Álfur brugghús er frumkvöðlafyrirtæki sem bruggar bjór úr íslensku hráefni og spornar um leið við matarsóun.
Hefðbundinn bjór er oftast gerður úr fjórum megin hráefnum: byggi, vatni, humlum og geri. En algengt er að nota t.d. hveiti, hafra, hrísgrjón og hverskonar sterkjugjafa auk byggs.
Álfur blandar saman möltuðu byggi og íslenskum kartöflum og vinnur þannig sterkju úr kartöflunum til að gera skemmtilegan og góðan íslenskan bjór.
Álfur notar þann hluta kartöflunnar sem fellur til við framleiðslu á ýmsum kartöfluafurðum. Framleiðslan minnkar því matarsóun og skapar verðmæti úr því sem er sóað í dag.
Það góða við kartöfluna er að hún gefur ekki neitt bragð, en gerir skemmtilega léttan og auðdrekkanlegan bjór.