Bjórland

Almennur Borgari

Almennur Borgari

Hvað færðu?
Að vera almennur borgari þýðir að þú færð lítið safn af bjór/öli/miði einu sinni í mánuði á frábærum kjörum. Magn bjórs er mismunandi frá mánuði til mánaðar í ljósi verðmunar en gulltryggt er að kjörin eru betri en sé ölið keypt beint í vefversluninni. Í þessum pakka er lögð áhersla á að áskrifandi fái ávallt það nýjasta og ferskasta sem Bjórland býður upp á, þar með taldir þeir sérbjórar og nýjar tegundir sem koma fram á hverjum gefnum tíma.

Skráning og afhending:

  • Áskriftarpakkinn er afhentur skráðum áskrifendum 10. hvers mánaðar, eða næsta opnunardag í Bjórlandi ef 10. lendir ekki á opnunartíma Bjórlands.
  • Skráður áskrifandi telst sá sem hefur skráð sig í áskrift fyrir 5. hvers mánaðar. Þau sem skrá sig eftir 5. teljast skráð fyrir næsta mánuð á eftir.


Nánar tiltekið:

  • Mánaðarlegur kassi með úrvali af bjór/öli/miði. Valið er vandlega í hvern kassa. Fjöldi verður breytilegur milli pakka en tryggt er að upplagið verði í takt við það sem greitt er fyrir og gott betur!
  • Trygging fyrir því að allur bjór/öl/mjöður sem gefinn er út í takmörkuðu upplagi, eða er ófáanlegur annarstaðar, rati í kassann þegar svo ber undir.
  • Aðgangur að sérstöku áskriftarfélagi Bjórlands þar sem skipulagðir eru viðburðir fyrir áskrifendur og þau fá sérstök tilboð.