Í þessum fyrsta áskriftarpakka Bjórlands röðuðum við ýmist því ferskasta, nýjasta og/eða bjórtegundum sem fást ekki annarstaðar en í Bjórlandi eða hjá framleiðanda. Móttökurnar voru frábærar og alveg greinilegt að bjórlendinga þyrstir í þjónustu sem þessa.
Smelltu hér ef þú vilt skrá þig í áskrift eða breyta fyrri áskrift.
Þankahríð - 5% American Brown Ale frá Bjórlandi/Ölverki
Þankahríð er annar bjórinn sem Bjórland lætur sérbrugga. Fyrri bjórinn (Kvíði) var bruggaður af Dokkunni síðastliðið haust en Þankahríð var brugguð í samstarfi við Ölverk í Hveragerði. Hugmyndin með sérbjórum bjórlands er að þeir séu gefnir út í takmörkuðu upplagi og í samstarfi við smábrugghús og listafólk sem að fær hluta miðans sem striga.
Skjálfti BA - 7% Tunnuþroskaður California Common Lager frá Ölvisholti
Skjálfti er ekki nýr bjór en það sætir nýmælis að hann sé tunnuþroskaður á Flókatunnu. Við settum hann því í kassann enda aðeins gefinn út í takmörkuðu upplagi sem við rétt náðum að tryggja okkur.
Hver? - 9% Hveitivín frá Ölverki
Hver? er bjórlína sem verður aldrei það sama frá upplagi til upplags. Í þetta sinn er um að ræða 9% hveitivín. Hveitivín er sambærilegt byggvíni, nema, það er úr hveiti.
Pardus - 7,2% TDH IPA frá Malbygg
Þið hafið væntanlega heyrt um DDH IPA? Það stendur fyrir Double Dry-Hopped IPA. TDH stendur fyrir Triple Dry-Hopped. Er meira betra? - Pardus fékk útgáfu hjá Bjórlandi í þessari viku, heilli viku áður en hann fer í Vínbúðir. Auðvitað rataði hann í pakkann!
Strawberry Wit - 4,7% Jarðaberja Wit frá Álfi
Álfur leyfði Bjórlandi að fá nokkrar dósir af þessari tilraunalögn sem kom svona líka ljómandi út. Það er von á að útfærsla af þessum sama bjór muni rata í búðir í sumar.
Kjaftæði - 7,2% Chocolate Chip Caramel Browny Pastry Stout frá Böl
Kjaftæði er líkt og svo margt annað öl "væntanlegt" í vínbúðir síðar í mánuðinum. Í millitíðinni verður eingöngu hægt að fá hann í Bjórlandi.
Rótandi - 6,5% IPA frá Ölverki
Ölverk spilar stóra rullu í pakkanum í þessum mánuði. Rótandi er spánýr IPA frá Ölverki sem að fer auðvitað fyrst í sölu hjá Bjórlandi.
2x Þankahríð - 5% American Brown Ale frá Bjórlandi/Ölverki
Skjálfti BA - 7% Tunnuþroskaður California Common Lager frá Ölvisholti
Hver? - 9% Hveitivín frá Ölverki
Pardus - 7,2% TDH IPA frá Malbygg
Strawberry Wit - 4,7% Jarðaberja Wit frá Álfi
Kjaftæði - 7,2% Chocolate Chip Caramel Browny Pastry Stout frá Böl
Rótandi - 6,5% IPA frá Ölverki
2x Sopi - 4,7% Session IPA frá Malbygg
Sopi er flestum humlasleikjum góðkunnugur. Þessum var dósað í fyrradag og verður því varla ferskari. Hann fer beint úr kælinum í kassann og kemst því í hendur bjórlendinga eins ferskur og möguleiki er á.
Hvítur - 5% Belgian Wit frá Múla
Múli er glænýtt farandbrugghús sem bruggar í húsnæði Austra á Egilsstöðum. Í þessum pakka má finna tvo bjóra frá þeim, en vitaskuld fékk Bjórland aðgang að ölinu fyrst allra. Bjórlendingar njóta þess heiðurs að fá hann í áskriftarpakkanum áður en hann fer í sölu á vefsíðunni.
Bessi - 5% Vienna Lager frá Múla
Frýs í æðum bjór - 7,8% Double Dry-Hopped IPA frá Ölvisholti
Þorrinn er nýafstaðinn og það er ekki á hverjum degi að Ölvisholt gefur út tvíþurrhumlaðan IPA. Það ætti að vera skemmtilegur samanburður að drekka þennan til hliðar við Pardusinn og upplifa muninn á humlamagninu.
Snúlli - 5,4% Blueberry Liquorice Snúða Sour
Snúlli er nýr snúða-súrbjór frá Böl sem að hugmyndafræðinnar vegna verður að fylgja með. Bölverjar eru ekki þekktir fyrir annað en að fara ótroðnar slóðir í bjórgerð og þessi gefur ekkert eftir.
Bergið - 5,5% Pilsner frá Litla Brugghúsinu
Litla Brugghúsið er nýtt brugghús í Garðinum á Reykjanesi og er ekki öllum kunnugt. Sem er synd! Nýjasta flaskan frá þeim er Bergið, 5,5% Pilsner og fæst auðvitað í Bjórlandi.