Í þessum öðrum áskriftarpakka Bjórlands röðuðum við ýmist því ferskasta, nýjasta og/eða bjórtegundum sem fást ekki annarstaðar en í Bjórlandi eða hjá framleiðanda. Móttökurnar voru frábærar og alveg greinilegt að bjórlendinga þyrstir í þjónustu sem þessa.
Smelltu hér ef þú vilt skrá þig í áskrift eða breyta fyrri áskrift.
Blekaður - 4,5% Ávaxtasúr frá Bjórlandi/Ægi
Blekaður er þriðji bjórinn sem Bjórland lætur sérbrugga. Fyrri tveir (Kvíði & Þankahríð) voru bruggaðir af Dokkunni og Ölverki. Hugmyndin með sérbjórum bjórlands er að þeir séu gefnir út í takmörkuðu upplagi og í samstarfi við smábrugghús og listafólk sem að fær hluta miðans sem striga. Í þessu tilfelli fékk Jóhanna Selma strigann.
Mango Pale Ale (tilraunabrugg) - 4,5% Mango Pale Ale frá Álfi
Álfur brugghús lét okkur fá enn aðra tilraun sem að öllum líkindum mun rata í einu formi eða öðru á dós í sumar.
Trifecta - 9% Tripel frá Böl
Trifecta er svokallaður belgískur Tripel. Við höfum það fyrir satt frá bruggaranum að hann viti fátt skemmtilegra en að brugga svona stóra bjóra.
Kátur - 5% Cream Ale frá Ölverki
Ölverk lét okkur fá sinn frábæra páskabjór sem að hefur fengið einkar góðar undirtektir.
Djúsavík - 7,2% Kveik IPA frá Húsavík Öl
Húsavík öl selur sitt góss eingöngu í gegnum Bjórland og munu sendingar frá þeim fást í áskriftarpökkunum (og það litla sem eftir situr verður selt á bjorland.is). Djúsavík er brakandi ferskur Kveik IPA frá Húsavík öl.
Rindill - 4% Dark Mild
Rindill er svokallaður Dark Mild sem mætti lýsa sem malti með smá auka kikki.
Er þetta hönnun? - 4,8% American Pale Ale frá Lady Brewery
Þessi er gefinn út árlega af Lady Brewery en í ár tóku umbúðirnar nokkrum breytingum, en þær voru málaðar með bleki sem verður ósýnilegt við tiltekið hitastig.
Ungi - 11% Quadrupel frá OG Natura
Páskabjórinn frá OG Natura er frábær til samanburðar við Tripelinn frá Böl enda tvær hliðar á sama pening. En njótið þeirra varlega.
2x Blekaður - 4,5% Ávaxtasúr frá Bjórlandi/Ægi
Mango Pale Ale (tilraunabrugg) - 4,5% Mango Pale Ale frá Álfi
Trifecta - 9% Tripel frá Böl
Kátur - 5% Cream Ale frá Ölverki
2x Djúsavík - 7,2% Kveik IPA frá Húsavík Öl
Rindill - 4% Dark Mild frá Húsavík Öl
Er þetta hönnun? - 4,8% American Pale Ale frá Lady Brewery
Ungi - 11% Quadrupel frá OG Natura
Við erum 5 ára - 6,5% Afmælis IPA frá Brothers Brewery
Brothers Brewery er 5 ára í ár og því fullt tilefni til að fagna því með þeim.
Lava BA - 10,3% Tunnuþroskaður Reyktur Imperial Stout frá Ölvisholti
Ölvisholt heldur áfram á tunnuþroskunarvegferðinni og færir okkur hér Lava BA í afar takmörkuðu upplagi.
Ctrl Alt Del - 6,3% Altbier frá Húsavík Öl
Húsavík Öl færir okkur enn eina snilldina að norðan. Í þetta sinn Altbier með kómískt nafn.
Birta - 5,4% Gose frá Böl
Páskasúr frá Böl.