Jafnréttisstefna Bjórlands

Jafnréttisstefna Bjórlands er í stuttu máli sú að framlag hvers og eins skal metið að verðleikum án tillits til einstaklingsbundinna þátta. Fjölbreyttum starfsmannahópi fylgja áskoranir en líka djúp innsýn sem getur nýst fyrirtækinu.

Allt starfsfólk fyrirtækisins skulu metin á forsendum kunnáttu, reynslu, menntunar, getu og áhuga. Þau skulu njóta sömu réttinda og sömu tækifæra í starfi og til starfsframa óháð, en ekki takmarkað við, eftirfarandi:

  • Kyn
  • Aldur
  • Fötlun
  • Heilsufar
  • Líkamlegt atgervi
  • Útlit
  • Kynhneigð
  • Kynvitund
  • Kyntjáning
  • Kyneinkenni
  • Stjórnmálaskoðanir
  • Trúarbrögð og/eða lífsskoðanir
  • Uppruni
  • Þjóðerni
  • Fjölskylduform

Ábyrgð og framkvæmd

Ábyrgð á framkvæmd jafnréttisstefnu Bjórlands er á höndum framkvæmdastjóra eða eigenda. Eftir því sem við á skal útfæra aðgerðaáætlanir og fylgja þeim eftir.

Ráðningar

Við ráðningar skulu jafnréttissjónarmið gilda til jafns við aðra mikilvæga þætti, s.s. menntun, reynslu, þekkingu, getu og áhuga.

Ofbeldi, áreiti og einelti

Ofbeldi, áreiti og einelt, hvort sem er kynferðislegt eða af öðru tagi, er ekki liðið hjá Bjórlandi. Komi fram ásökun á hendur starfsmanni skal stjórnandi fara með málið í rétt ferli í samráði við kæranda og, eftir atvikum trúnaðarmann starfsmanna. Sé kærunni beint gegn stjórnanda skal viðkomandi aðili hafa enga aðild að ákvörðunum málinu tengdu og skal næsti stjórnandi og/eða trúnaðarmaður fylgja málinu í rétt ferli í samráði við kæranda.

Viðskiptavinir Bjórland

Jafnréttisstefna Bjórlands á ekki síður við um samskipti og þjónustu við viðskiptavini Bjórlands. Viðskiptavinum skal ekki mismunað á grundvelli þeirra þátta sem stefnan snýr að.

Gildissvið

Jafnréttisstefna Bjórlands gildir um og fyrir alla starfsmenn og stjórnendur Bjórlands.