Persónuvernd

Bjórland ehf., kt. 600120-0850,  hér eftir nefnt Bjórland, vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. Bjórland hefur aðsetur að Grundarstíg 8 1, 101 Reykjavík og er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. 

Bjórland vinnur eingöngu með persónuupplýsingar í lögmætum tilgangi og/eða samkvæmt upplýstu samþykki. Þær eru einungis notaðar í þeim tilgangi sem þeim er ætlað og í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Hafir þú einhverjar spurningar eða sért í vafa varðandi þínar persónuupplýsingar sendu okkur þá tölvupóst á  thorgnyr@bjorland.is

 

Þriðju aðilar

Persónuverndarstefna Bjórlands nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila hjá vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkur eins og hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google, Shopify og Microsoft.   

Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingum þínum sé deilt með öðrum notendum eða með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar, skaltu ekki tengja samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn eða deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni.

 

MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA

Bjórland vinnur og safnar eingöngu persónuupplýsingum að því marki sem lög heimila. 

 

VIÐSKIPTAVINIR, BIRGJAR OG TENGILIÐIR

  • Í viðskiptalegum tilgangi eins og utanumhald vörukaupa og skila, reikningsviðskipta, bókhalds og annað í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.  
  • Til að uppfylla lagaskyldu og gæta að lögmætum hagsmunum fyrirtækisins svo og lögmætum hagsmunum annarra.
  • Geta Bjórlands til að svara óskum og fyrirspurnum viðskiptavina. T.d. þegar nafn og tengiliðaupplýsingar eru fylltar út á vefsíðunni.
  • Í tengslum við útsendingu fréttabréfa, tilkynninga um viðburði og kynninga á vegum Bjórlands. Til dæmis við skráningu á póstlista. Athugið að alltaf er hægt að afskrá sig af póstlistum Bjórlands.
  • Að gera viðskiptavinum kleift að deila efni á samfélagsmiðlum af vefsvæði okkar.
  • Við afgreiðslu og afhendingu styrkja, framlaga og verðlauna sem Bjórland kann að úthluta.
  • Notendaupplýsingar fyrir vefverslun Bjórlands, t.d. nafn, kennitala, og netfang tengiliðs.
  • Til að gera greiningar og markaðsrannsóknir til að bæta þjónustu fyrirtækisins og í öðrum rekstrarlegum tilgangi.

 

ATVINNUUMSÆKJENDUR

Í því felst að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar eins og t.d. kennitölu, nafn, netfang, heimilisfang, símanúmer, kyn, fylgigögn og annað sem varðar umsókn um starf.  Væntanlegur yfirmaður skoðar og vinnur með þær persónuupplýsingar. Ef umsækjandi hlýtur starfið eru öll gögn vistuð hjá Bjórlandi. Ef umsækjandi hlýtur ekki starf er umsókn eytt innan 6 mánaða.

 

STARFSFÓLK

Bjórland heldur utan um og varðveitir persónuupplýsingar starfsmanna. 

Persónuupplýsingar starfsmanns innihalda meðal annars nafn, kennitölu, símanúmer, heimilisfang, netfang, andlitsmynd og banka- og greiðsluupplýsingar viðkomandi. Jafnframt eru geymdar viðkvæmar upplýsingar sem varða heilsufar, stéttarfélagsaðild og þjóðerni sem og samningar, bréf, starfslýsingar og skjöl er varða starfsmanninn.  

Einnig eru geymd gögn úr öryggismyndavélum og aðgangsstýringarkerfum og tæknilegar upplýsingar varðandi tölvubúnað og tæki í umsjá starfsmanns.

 

AFHENDING UPPLÝSINGA TIL ÞRIÐJA AÐILA

Bjórland miðlar persónuupplýsingum til þriðja aðila sem ráðnir eru af fyrirtækinu til að vinna fyrirfram ákveðna vinnu, svo sem þjónustuveitenda, umboðsmanna eða verktaka. Í þeim tilfellum gerir fyrirtækið vinnslusamning við viðkomandi aðila. Jafnframt ber þeim skylda til að tryggja öryggi upplýsinganna með viðeigandi hætti.

Bjórland miðlar einnig upplýsingum ef fyrirtækinu ber skylda til þess samkvæmt lögum.

 

ÖRYGGI PERSÓNUUPPLÝSINGA

Bjórland viðhefur viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingum er takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til. Gerðar eru öryggisráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Ef brestur verður á öryggi sem hefur áhrif á persónuupplýsingar verður slíkt tilkynnt  til Persónuverndar og til viðkomandi persónu eftir því sem lög mæla fyrir.

 

HVE LENGI ERU PERSÓNUUPPLÝSINGAR GEYMDAR

Persónuupplýsingar eru geymdar aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Geymslutími upplýsinga fer eftir eðli þeirra og þeim lagareglum sem gilda um viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga, t.d. skatta- eða bókhaldslöggjafar. Í einstaka tilvikum kann einnig að vera nauðsynlegt að geyma gögn vegna lögmætra hagsmuna Bjórlands, t.d. vegna deilumála.

 

ÞINN RÉTTUR

Í vissum tilvikum á einstaklingur réttindi samkvæmt persónuverndarlöggjöf í tengslum við vinnslu Bjórlands á persónuupplýsingum. Ef einstaklingur vill njóta þessara réttinda biðjum við hann að hafa samband við okkur.

Réttur til aðgangs: Einstaklingur á rétt á að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum sínum og að fá afhent afrit upplýsinganna. Með þeim hætti getur hann fullvissað sig um að upplýsingarnar séu réttar og að vinnsla Bjórlands á þeim sé í samræmi við lög.

Réttur til leiðréttingar: Ef einhverjar upplýsingar um einstakling eru rangar eða ónákvæmar á hann almennt rétt á að láta leiðrétta þær.

Réttur til eyðingar: Einstaklingur getur í vissum tilvikum átt rétt á að láta eyða persónuupplýsingum sem fyrirtækið geymir um hann. Þetta á við í þeim tilvikum þar sem upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar, ef viðkomandi hefur andmælt vinnslu upplýsinganna, ef vinnslan reynist ólögmæt eða ef vinnslan byggði á samþykki sem einstaklingur hefur síðar afturkallað.  Bjórland áskilur sér þó rétt til að meta í hvert sinn hvort skylt sé að eyða gögnum.

Réttur til að andmæla vinnslu: Ef vinnsla okkar byggir á almannahagsmunum og lögmætum hagsmunum Bjórlands en einstaklingur telur að vegna aðstæðna sinna brjóti vinnslan gegn grundvallarréttindum sínum,  getur hann andmælt vinnslunni. 

Réttur til að afturkalla samþykki: Í þeim tilvikum þar sem fyrirtækið byggir vinnslu á samþykki einstaklings er honum ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki. Afturköllun þýðir þó ekki að vinnsla sem fór fram áður en samþykki var afturkallað sé ólögmæt.

Meginreglan er að Bjórland vinnur í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

 

BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU

Bjórland áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnu fyrirtækisins án fyrirvara. Ef um veigamiklar breytingar er að ræða eru þær tilkynntar á heimasíðu fyrirtækisins. Ný útgáfa er auðkennd með útgáfudegi.

Reglugerðir eru ávallt í þróun og uppfærslu, við gerum okkar besta til þess að halda þessum upplýsingum réttum samkvæmt öllum lögum og reglugerðum er lúta að Persónuvernd.

Vakni spurningar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Bjórlandi má senda fyrirspurnir á netfangið thorgnyr@bjorland.is

Persónuverndaryfirlýsing þessi var samþykkt og útgefin þann 13.01.2019.

 

Vefhegðun

Heimasíða Bjórlands styðst við vefkökur. Vefkökur eru notaðar til að velja innihald og markaðsefni, einnig til að virkja valmöguleika samfélagsmiðla og til að greina umferð um heimasíðu okkar.

Við heimsókn notenda á vefsvæði Bjórlands áskilur félagið sér rétt til að safna þessum upplýsingum um heimsóknina, þar á meðal tegund vafra, hvaða síður notendur heimsækja innan vefsvæðisins og tímalengd heimsóknar. Þetta er gert  til að bæta upplifun notenda af vefsvæðinu, en upplýsingarnar eru ekki greindar frekar niður á einstaka notendur á persónugreinanlegan hátt.

Vefsvæði Bjórlands takmarkast við lénið www.bjorland.is en ekki aðra vefi sem mögulega er vísað af vefsvæðinu eins og til dæmis vefsíður birgja eða samstarfsaðila. Bjórland getur ekki ábyrgst innihald eða meðferð persónuupplýsinga á þeim svæðum.

Með því að halda áfram að nota heimasíðuna okkar veitir þú samþykki þitt fyrir kökunum okkar.

 

Persónuupplýsingar

Bjórland vinnur eingöngu með persónuupplýsingar í lögmætum tilgangi og/eða samkvæmt upplýstu samþykki. Þær eru einungis notaðar í þeim tilgangi sem þeim er ætlað og í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.