Sendingarmáti

Einstaklingssala

Sé heimsending valin þá eru vörurnar sendar með TVG sendlum frá vöruhúsi Gorilla, þjónustuaðila Bjórlands.

Vörur sem pantaðar eru fyrir hádegi á virkum degi fást sendar samdægurs milli 17:00 og 22:00.

Vörur sem pantaðar eru eftir hádegi eða utan virkra daga fást alla jafna ekki sendar fyrr en næsta virka dag á milli klukkan 17:00 og 22:00.

Náist ekki í aðila með aldur til móttöku sendingarinnar er hringt í kaupanda og málið leyst.

Fyrirtækjaþjónusta

Pantanir gerðar innan höfuðborgarsvæðisins eru sendar innan tveggja virkra daga frá pöntun með bílstjóra á okkar vegum.

Pantanir utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með Flytjanda á kostnað kaupanda.