Skilmálar

Dreifing

 • Einstaklingar:
  • Afhent samdægurs ef pantað fyrir kl.12, annars næsta virka dag. Keyrt út kl.17-22. (Verð 1.290 kr. m. vsk. og ókeypis ef keypt er fyrir 15 þúsund eða meira).
  • Sækja í Bjórland, Fiskislóð 24, 101 Reykjavík. Þú færð staðfestingarpóst þegar pöntun er tilbúin til afhendingar. (Ókeypis).
  • Ósóttar pantanir eru geymdar í tvo mánuði. Eftir það áskilur Bjórland sér rétt til þess að setja vörurnar aftur í sölu. 
  • Landsbyggðin: Sent með Flytjanda heim að dyrum eða á næstu póststöð, eftir atvikum. Fast gjald 1.500 kr. m. vsk.
 • Fyrirtæki:
  • Allar pantanir sem eru yfir 30.000 kr. m. vsk. eru sendar án sendingarkostnaðar. 3.000 kr. án vsk. Leggst á sendingar sem eru undir þeirri upphæð.
  • Útkeyrsla sendinga er á fimmtudögum eða samkvæmt samkomulagi.
  • Flytjandi sér um allar sendingar á landsbyggðinni fyrir Bjórland. Flutningur út á landsbyggðina er á kostnað kaupanda.

Vöruskil

Ef skila á vöru sem er ekki gölluð skal kaupandi koma athugasemdum til skila til starfsmanna Bjórlands innan sólarhrings frá móttöku vöru.

Sé um gallaða vöru að ræða skal hafa samband við fyrsta tækifæri svo hægt sé að skipta henni út eða gefa út kreditreikning sé ekki hægt að skipta vörunni út.
Gallaðar eða rangt afgreiddar vörur utan höfuðborgarsvæðisins skulu endursendar á kostnað Bjórlands. Kreditreikningur er gerður eftir að varan berst til okkar og hefur verið yfirfarin af móttöku.


Reikningsviðskipti fyrirtækja

Sendur er reikningur fyrir vörum til þeirra fyrirtækja sem ekki hafa samið um staðgreiðslu eða greiðslur með greiðslukortum. Gjalddagar og eindagar reikninga eru eru almennt um næstu mánaðamót nema um annað sé samið.
Dráttarvextir reiknast í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og miðast við alla reikninga sem eru greiddir eftir eindaga.


Athugasemdir vegna reikninga þurfa að berast innan 10 daga frá útgáfudegi reiknings. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptamanni einungis heimilt að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er um.

Seðilgjald leggst á alla greiðsluseðla.

 

Viðskipti við einstaklinga

Bjórland áskilur sér rétt til að hafna viðskiptum við einstaklinga, t.d. á grundvelli aldurs. Bjórland býður ekki upp á reikningsviðskipti við einstaklinga. Bjórland tekur við kreditkortum nema um annað sé samið sérstaklega.

Athugið að vörurnar verða eingöngu afhentar einstaklingum sem náð hafa tuttugu ára aldri og einvörðungu gegn framvísun skilríkja. Að öðrum kosti verður farið með vörurnar aftur í vöruhús hvar kaupandi getur nálgast þær.