Skilmálar Gjafaleiks Bjórlands
Skilmálar og fyrirkomulag Gjafaleiks Bjórlands:
- Með þátttöku í leiknum samþykkir þú að vera á póstlista Bjórlands og þar með að fá markpóst frá Bjórlandi sent á viðkomandi netfang.
- Með þátttöku í leiknum samþykkir þú að að geymdar verða þær persónuupplýsingar sem þú gefur upp, eins og nafnið þitt, afmælisdagur, netfang og símanúmer, í því póstlistakerfi sem Bjórland kýs að nota hverju sinni.
- Með þátttöku í leiknum samþykkir þú að haft verði samband við þig í gegnum símanúmerið sem gefið var upp í markaðslegum tilgangi og/eða ef vera skyldi að þú skyldir vinna vinninginn.
- Athugið að alltaf er hægt að afskrá sig af póstlista og breyta skráningu sé þess óskað. Til að vinna vinninginn verður skráning þó að vera virk.
Vinningur:
- Vinningur Gjafaleiks Bjórlands samsvarar áskrift að stærri áskriftarpakka Bjórlands ásamt heimsendingu, að verðmæti allt að 11500 krónur á mánuði.
- Hámark verðmæti vinnings er 138.000 kr. skv. gjaldskrá á vefsíðu Bjórlands.
- Vinningshafi verður dreginn þann 28. mars 2022.
- Vinningshafi skuldbindur sig til að leyfa Bjórlandi að taka í það minnsta eina mynd af vinningshafanum og deila á samskiptamiðlum.
Almennt:
- Fólk skráir sig til leiks á skráningarsíðu Bjórlands.
- Bjórland áskilur sér þann rétt að lengja leikinn eftir þörfum og breyta reglum.
- Öllum tvískráningum verður eytt.
- Dregið verður handahófskennt úr þátttakendum leiks.