Svona virkar Bjórland
Þú skoðar úrvalið og finnur bjór að þínu skapi. Þú getur raðað eins mörgum og þér sýnist í körfuna. Að því loknu þarftu að stofna reikning eða skrá þig inn og klárar pöntunina á einfaldan og fljótlegan hátt.

Í boði er að fá vörurnar sendar eða að sækja þær í vöruhúsið okkar að Vatnagörðum 22.
Sé pantað fyrir hádegi á virkum degi þá fæst sendingin send heim á milli 17:00 og 22:00. Að öðrum kosti er hún send heim á sama tíma næsta virka dag.
Heimsending er frí ef pantað er fyrir 10 þúsund krónur eða meir, en kostar annars 1290 krónur.
Þú bara slakar á, kemur þér vel fyrir með kollu í hendi. Skál fyrir íslensku handverksöli!
Smelltu hér til að byrja að versla!