Bjórland

Bjóráskrift

Bjóráskriftir

Athugið:
  • kröfur eru sendar fyrir áskriftunum, ganga skal frá pöntunum eins og um venjulega vöru sé að ræða.
  • Þær eru tilbúnar og afhentar 10. hvers mánaðar.

Bjóráskriftum Bjórlands er skipt upp í tvo pakka sem má skilja sem litla pakkann (Almennur borgari) og stóra pakkann (Góðborgari). Aðalmunurinn á milli þeirra er magn bjórs en ekki gæði þess bjórs sem í þeim er. Þess utan fá áskrifendur að stærri pakkanum 10% afslátt af öllum vörum Bjórlands að áskriftum undanskyldum.

Almennur Borgari (Litli pakkinn)

Hvað færðu?
Að vera almennur borgari þýðir að þú færð lítið safn af bjór/öli/miði einu sinni í mánuði á frábærum kjörum. Magn bjórs er mismunandi frá mánuði til mánaðar í ljósi verðmunar en gulltryggt er að kjörin eru betri en sé ölið keypt beint í vefversluninni. Í þessum pakka er lögð áhersla á að áskrifandi fái ávallt það nýjasta og ferskasta sem Bjórland býður upp á, þar með taldir þeir sérbjórar og nýjar tegundir sem koma fram á hverjum gefnum tíma.

Nánar tiltekið:

  • Mánaðarlegur kassi með úrvali af bjór/öli/miði. Valið er vandlega í hvern kassa. Fjöldi verður breytilegur milli pakka en tryggt er að upplagið verði í takt við það sem greitt er fyrir og gott betur!
  • Trygging fyrir því að allur bjór/öl/mjöður sem gefinn er út í takmörkuðu upplagi, eða er ófáanlegur annarstaðar, rati í kassann þegar svo ber undir.
  • Aðgangur að sérstöku áskriftarfélagi Bjórlands þar sem skipulagðir eru viðburðir fyrir áskrifendur og þau fá sérstök tilboð.

Góðborgari (Stóri pakkinn)

Hvað færðu?

Að vera Góðborgari þýðir að þú færð afhent stærra safn af úrvals bjór/öli/miði einu sinni í mánuði á frábærum kjörum. Magn bjórs er mismunandi frá mánuði til mánaðar í ljósi verðmunar en gulltryggt er að kjörin eru betri en sé ölið keypt beint í vefversluninni. Í þessum pakka áhersla lögð á að áskrifandi fái ávallt það nýjasta og ferskasta sem Bjórland býður upp á, þar með taldir þeir sérbjórar og nýjar tegundir sem koma fram á hverjum gefnum tíma. Auk þess verður sérvalið úrval af öðru góðmeti sem finnst á lager Bjórlands í pakkanum.

Hvað færðu umfram almennan borgara?

  • Þú færð meiri bjór.
  • Þú færð fastan 10% afslátt af öllum vörum Bjórlands (að áskriftum undanskyldum).

Nánar tiltekið:

  • Mánaðarlegur kassi með úrvali af bjór/öli/miði. Valið er vandlega í hvern kassa. Fjöldi verður breytilegur milli pakka (yfirleitt 14-20 stk) en tryggt er að upplagið verði í takt við það sem greitt er fyrir og gott betur!
  • Trygging fyrir því að allur bjór/öl/mjöður sem gefinn er út í takmörkuðu upplagi, eða er ófáanlegur annarstaðar, rati í kassann þegar svo ber undir.
  • Fastur 10% afsláttur af öllum vörum hjá Bjórlandi (að áskriftum undanskyldum).
  • Aðgangur að sérstöku áskriftarfélagi Bjórlands þar sem skipulagðir eru viðburðir fyrir áskrifendur og þau fá sérstök tilboð.

Gleðipinninn (Stóri pakkinn með auka IPA)

Hvað færðu?

Að vera viðurkenndur Gleðipinni Bjórlands þýðir að þú færð afhent enn stærra safn af úrvals bjór/öli/miði einu sinni í mánuði á frábærum kjörum. Magn bjórs er mismunandi frá mánuði til mánaðar í ljósi verðmunar en gulltryggt er að kjörin eru betri en sé ölið keypt beint í vefversluninni. Í þessum pakka áhersla lögð á að áskrifandi fái ávallt það nýjasta og ferskasta sem Bjórland býður upp á, þar með taldir þeir sérbjórar og nýjar tegundir sem koma fram á hverjum gefnum tíma. Auk þess verður sérvalið úrval af IPA bjór úr lager Bjórlands sett með. 

Hvað færðu umfram Góðborgarann?

  • Þú færð veglega IPA viðbót í Stóra Pakkann.

Nánar tiltekið:

  • Mánaðarlegur kassi með úrvali af bjór/öli/miði. Valið er vandlega í hvern kassa. Fjöldi verður breytilegur milli pakka (yfirleitt 14-20 stk) en tryggt er að upplagið verði í takt við það sem greitt er fyrir og gott betur!
  • Trygging fyrir því að allur bjór/öl/mjöður sem gefinn er út í takmörkuðu upplagi, eða er ófáanlegur annarstaðar, rati í kassann þegar svo ber undir.
  • Fastur 10% afsláttur af vörum Bjórlands (að stöku sérbjórum, áskriftum og afsláttarvörum undanskyldum).
  • Vegleg viðbót af IPA af lager Bjórlands.

 

Nánari skilmálar:

  • Verðgildi innihaldsins verður alltaf rúmlega það sem greitt er fyrir.
  • Kröfur eru gefnar út fyrir fyrsta hvers mánaðar. Pakkarnir afgreiddir þann tíunda til þeirra sem greitt hafa sínar kröfur.
  • Engin skuldbinding. Uppsagnir taka gildi um næstu mánaðamót ef uppsögn berst eigi síðar en 25. dag mánaðarins.
  • Bæði hægt að fá sent heim eða sækja í Bjórland. Sendingargjald leggst ofan á áskriftargjald.
  • 20 ára aldurstakmark.
Tegund Áskriftar
Heimsending