Bjórveldishátíðin 2022
Athugið: Kaup hér eru ígilda miða. Ekki er um efnislega miða að ræða.
Bjórveldishátíðin er svo að segja þjóðhátíðardagur Bjórlands. Á bjórveldishátíðinni fögnum við bjór í öllum sínum myndum hvaðanæva af landinu. Miðaverðið er 2500 krónur en inni á hátíðinni er greitt í svokölluðum bjórkrónum . Innifaldar í miðaverði eru 3 bjórkrónur sem duga til kaupa á 1-2 bjórglösum og hægt er að kaupa fleiri á hagstæðum kjörum.
Bjórveldishátíðin sló eftirminnilega í gegn í fyrra og verður þeim mun veglegri í ár!
Bjórveldishátíðin fer fram á KEX Hostel, 16:00 - 00:00, dagana 20. og 21. maí í tengslum við nýsköpunarviku. Sem fyrr verða í boði ógrynni bjórs frá öllum helstu smábrugghúsum landsins.
Bjórskrá (með fyrirvara um smávægilegar breytingar):
Eftirfarandi bjór verður á krönum hátíðarinnar.
Föstudagur
Skvetta af vori frá Öldur, 4% hoppy lager.
Sumarævintýri frá Og Natura, 4,5% ávaxtasúr
Tíra frá Húsavík Öl, 6% Saisson með ylliblómum
Yellow Alert frá Smiðjunni, 6,3% Belgian Blonde
Berlínarsúrinn frá Austra, 4% Bláberja Berlinerweisse
Hefeweissen frá Steðja, 4,3% Hefeweissen
Co&Co frá RVK Brewing Co., 10,1% Stout
Vargur frá Böl, 6,5% American IPA
Sigló frá Segull 67, 6,2% IPA
Ís-Pale frá Ölverki, 5% Pale Ale
Laugardagur
- On a Roll frá Lady Brewing, 5% Pale Ale
- Balú frá Malbygg, 5% Pastry Stout
- Milkshake IPA m. passíuávöxtum frá Gæðing, 6,2% Milkshake IPA
- Guðni frá Múla, 5% ananas-pale
- Fullur í útlöndum frá Ægi, 4,6% Hoppy pilsner
- Garðskagi frá Litla Brugghúsinu, 5,6% Hveitibjór
- Súr Session IPA frá Ölverk, 5% Session IPA sýrður með sítrónusafa.
- Hveitivín frá Álfi, 9%.
- Er of snemmt að fá sér kirsuber?, 5% skyrsúr með kirsuberjum.
- Lava frá Ölvisholti, 11% reyktur stout