Blómálfur - 4,7% Saison
Sveitasæla í dós! Blómlegur jurtatónar í sveitalegu saisongeri í bland við grösuga humla, mild maltsæta klárar svona með léttri þurrð. Heyskapur, ullarpeysa, lækjarspræna, túnfíflar, Blómálfur.
Blómálfur er fyrsti bjórinn sem kom frá Álfi þegar brugghúsið kom á sjónarsviðið árið 2019. Hér er um að ræða léttan og aðgengilegan saison sem tekur ekki of harkalega í, gerið slær taktinn og humlarnir fylgja í þessum ágæta bjór.