Hlemmur - 6,5% Spes DDH IPA (440ml.)
Þessi ofurþurrhumlaða útgáfa af Hlemm er enn bragðmeiri en sú venjulega, eða eins og bruggarar eiga það til að segja: Hann er þurrhumlaður í drasl! - Það er þó bara betra. Þessi ágæti IPA rífur í, eins og Hlemmur á tíunda áratug síðustu aldar.