Silent shout - 4.5% Pale Ale
Gullfallegt og safaríkt fölöl frá meisturunum á Húsavík. Þessi er ríkur af sítrus- og steinaldinkeim frá nýjaheimshumlunum, sætur og með þéttan haus eins og best verður á kosið. Fölöl af þessari sort mætti segja að svipi mikið til Session IPA, með ögn breyttum áherslum.