Bjórland

Stórborgari

Stórborgarinn (Stóri pakkinn með auka IPA)

Hvað færðu?

Að vera viðurkenndur Stórborgari Bjórlands þýðir að þú færð afhent enn stærra safn af úrvals bjór/öli/miði einu sinni í mánuði á frábærum kjörum. Magn bjórs er mismunandi frá mánuði til mánaðar í ljósi verðmunar en gulltryggt er að kjörin eru betri en sé ölið keypt beint í vefversluninni. Í þessum pakka áhersla lögð á að áskrifandi fái ávallt það nýjasta og ferskasta sem Bjórland býður upp á, þar með taldir þeir sérbjórar og nýjar tegundir sem koma fram á hverjum gefnum tíma. Auk þess verður sérvalið úrval af IPA bjór úr lager Bjórlands sett með. 

Skráning og afhending:

 • Áskriftarpakkinn er afhentur skráðum áskrifendum 10. hvers mánaðar, eða næsta opnunardag í Bjórlandi ef 10. lendir ekki á opnunartíma Bjórlands.
 • Skráður áskrifandi telst sá sem hefur skráð sig í áskrift fyrir 5. hvers mánaðar. Þau sem skrá sig eftir 5. teljast skráð fyrir næsta mánuð á eftir.

Hvað færðu umfram Góðborgarann?

 • Þú færð veglega IPA viðbót miðað við Góðborgarann.

Nánar tiltekið:

 • Mánaðarlegur kassi með úrvali af bjór/öli/miði. Valið er vandlega í hvern kassa. Fjöldi verður breytilegur milli pakka (yfirleitt 20-23 stk) en tryggt er að upplagið verði í takt við það sem greitt er fyrir og gott betur!
 • Trygging fyrir því að allur bjór/öl/mjöður sem gefinn er út í takmörkuðu upplagi, eða er ófáanlegur annarstaðar, rati í kassann þegar svo ber undir.
 • Fastur 10% afsláttur af vörum Bjórlands (að stöku sérbjórum, áskriftum og afsláttarvörum undanskyldum).
 • Vegleg viðbót af IPA af lager Bjórlands.

 

Nánari skilmálar:

 • Verðgildi innihaldsins verður alltaf rúmlega það sem greitt er fyrir.
 • Kröfur eru gefnar út fyrir fyrsta hvers mánaðar. Pakkarnir afgreiddir þann tíunda til þeirra sem greitt hafa sínar kröfur.
 • Engin skuldbinding. Uppsagnir taka gildi um næstu mánaðamót ef uppsögn berst eigi síðar en 25. dag mánaðarins.
 • Bæði hægt að fá sent heim eða sækja í Bjórland. Sendingargjald leggst ofan á áskriftargjald.
 • 20 ára aldurstakmark.