Grugg & Makk

Villiöl nr. 002 - Djúpalónssandur, Snæfellsnesi (Batch #2 - 2023)

Villiöl nr. 002 - Djúpalónssandur, Snæfellsnesi  (Batch #2 - 2023) - 4,7% Villiöl (750 ml.)

64, 7493°N, 23,9122°W

Hvernig bragðast landslag? Villiölið frá Grugg & Makk sækir bragðeiginleika sína í örveruflóru Íslands. Ölið er bruggað með sérstakri aðferð sem byggir á handverki fortíðar og nútímavísindum. Afraksturinn er úrval drykkja sem varpa ljósi á líffræðilegan fjölbreytileika og hlutverk örvera í umhverfinu. Hver einasti dalur á landinu, fjara, tún og fjallstindur hefur að geyma einstaka örveruflóru sem tekur stanslausum stakkaskiptum, eftir tíma dags, árstíð, jafnvel veðri. Við gerð villiölsins hefur Grugg & Makk þróað aðferð til að fanga eitt einstakt augnablik og setja það á flösku.

Innihald: Vatn, maltað bygg, humlar og staðbundin örveruflóra.